Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri setti húsið sitt á sölu á dögunum en það gerði hann nokkrum vikum eftir andlát eiginkonu sinnar, Caty.
Nú hefur komið í ljós að þessi 81 árs gamli Skoti ákvað að flytja nær syni sínum, Darren.
Ferguson á þrá syni og tólf barnabörn en Darren er þjálfari Peterborough og hefur gamli maðurinn mætt á síðustu leiki hans.
Nú hefur Ferguson fest sér kaup á húsi í Goostrey sem er úthverfi Manchester en þar verður hann nágranni Darren.
Ljóst er að Sir Alex er að minnka við sig en hann er að selja húsið sitt á 610 milljónir en kaupir hús á rúmar 200 milljónir.
Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 en hann er í stjórn hjá Manchester United og er reglulegur gestur á leikjum liðsins.
Smelltu hér til að sjá myndir af húsinu sem Ferguson er að selja.