Manchester United var í tvígang með tveggja marka forskot á útivelli gegn Galatasaray í Meistaradeild í Evrópu í kvöld. Liðinu tókst að missa það niður en Andre Onana var í gjafastuði í marki liðsins.
Alejandro Garnacho kom United yfir með laglegu marki og Bruno Fernandes bætti svo við öðru markinu og United í frábæri stöðu.
Á 29 mínútu braut Bruno heimskulega af sér fyrir utan teig. Hakim Zieych tók aukaspyrnu sem Andre Onana tókst ekki að verja en hann hefði átt að gera.
Í upphafi síðari hálfleiks var komið að Scott McTominay að koma United í 1-3 og staðan vænleg fyrir gestina.
Aftur braut Bruno af sér fyrir utan teig og laflaus aukaspyrna Zieych fór í netið en Onana varði boltann inn í markið. Kerem Akturkoglu jafnaði svo fyrir gestina á 71 mínútu og staðan orðin 3-3.
Bæði lið fengu haug af færum eftir þetta en tókst ekki að skora og 3-3 því niðurstaðan. Galatasaray er með fimm stig í riðlinum en United er á botninum með fjögur stig líkt og FCK. FCK mætir Bayern í kvöld.
United þarf að vinna Bayern í síðustu umferð og treysta á jafntefli í leik Galatasaray og FCK til að komast áfram.
Á sama tíma og þessi leikur fór fram gerðu Sevilla og PSV 2-2 jafntefli þar sem Sergio Ramos skoraði eitt markanna.