Móðir Maddy Cusack, sem lést aðeins 27 ára gömul telur að álag tengt fótbolta sé ein ástæða þess að hún lést skyndilega í september.
Cusack lék með Sheffield United en til að ná endum saman var hún í tveimur vinnum, hún var bráðkvödd.
Cusack var varafyriliði Sheffield. „Hún elskaði borgina, hún elskaði stuðningsmennina,“ segir Deborah, móðir hennar.
Hún segir að dóttir sín hafi verið hrædd um að ferill hennar í fótbolta yrði ekki mikið lengri. „Fótboltinn var henni allt.“
Andleg veikindi höfðu herjað á Cusack. „Leikmenn Sheffield voru ekki atvinnumenn, þær voru allar í vinnu,“ segir móðir hennar og segir að Cusack hafi verið í tveimur vinnu.
„Þær spiluðu yfirleitt á sunnudag, ferðuðust því í leiki á laugardag. Þær fengu svo lítið borgað. Ég held að Cusack hafi fengið 6 þúsund pund á ári.“
„Stelpurnar þurfa því að vera í tveimur vinnum en haga sér eins og atvinnumennirnir í karlaboltanum. Þær fá ekki nálægt sömu laun, pressan var alltof mikil.“