Hwang Ui-jo fær ekki að spila fyrir landslið Suður-Kóreu í knattspyrnu á næstunni vegna gruns um að hann hafi tekið upp kynlíf með fyrrum unnustu sinni og dreift því svo.
Segir í fréttum eð Hwang hafi tekið upp kynlíf þeirra án hennar samþykkis og farið svo í að dreifa því þegar sambandi þeirra lauk.
Hwang Ui-jo er á láni hjá Norwich frá Nottingham Forest og skoraði í leik liðsins í gær þegar liðið tapaði gegn Watford.
Hwang hafnar sök í málinu en félag hans Norwich fylgist með málinu á meðan rannsókn fer fram vegna þess.
Með landsliðinu fær Hwang hins vegar ekki að spila fyrr en lögregla hefur lokið rannsókn á málinu en þjálfari liðsins er Jurgen Klinsmann.