Forsvarsmenn ísraelska knattspyrnufélagsins Maccabi Tel Aviv eru ósáttir við ákvörðun við þá ákvörðun UEFA að færa leik liðsins gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll.
Það er mbl.is sem segir frá þessu.
Í gærkvöldi var greint frá því að leikurinn hafi verið færður vegna veðurs en frost á að vera í Reykjavík annað kvöld. Átti hann að fara fram klukkan 20 annað kvöld í Laugardalnum en verður hann þess í stað 13 á morgun á Kópavogsvelli.
Mbl.is segir frá því að Maccabi vilji ekki spila á gervigrasi og hafi lagt fram kvörtun til UEFA vegna þess. Þá er félagið ósátt með að leiknum hafi verið flýtt en það var gert þar sem flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki kröfur UEFA.
Breiðablik hefur tapað öllum leikjum riðilsins til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram í næstu umferð.