Verið er að undirbúa lögsókn gegn Cristiano Ronaldo vegna teningar hans við rafmyntarfyrirtækið, Binance. Reuters segir frá þessi.
Ronaldo sem er 38 ára gamall hefur verið í samstarfi við Binance undanfarið en fyrirtækið er ansi stórt þegar kemur að viðskiptum með rafmyntir.
„Að búa eitthvað til með Binance,“ skrifaði Ronaldo meðal annars á Twitter í vikunni.
Bókhaldið í kringum Binance hefur verið sagt vafasamt og hefur fyrirtækið verið sakað um að fara ekki eftir reglum þegar kemur að viðskiptum.
Sökum þess hafa þrír einstaklingar ákveðið að lögsækja Ronaldo fyrir að auglýsa fyrirtækið og segjast hafa tapað peningum á auglýsingum Ronaldo.
„Ronaldo hefði átt að vita af öryggisgöllum hjá fyrirtækinu og hann auglýsti fyrirtækið á samfélagsmiðlum þar sem hann er með milljónir fylgjenda,“