Alan Shearer hefur verið sakaður um hræsni eftir ummæli hans í kjölfar jafnteflis Newcastle gegn PSG í gærkvöldi.
Newcastle var grátlega nálægt því að vinna frábæran útisigur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum og fengu fleiri færi en það voru gestirnir frá Englandi sem komust yfir með marki Alexander Isak á 24. mínútu.
Undir blálokin fékk PSG hins vegar vítaspyrnu og úr henni skoraði Kylian Mbappe. Lokatölur 1-1.
Vítaspyrnudómurinn þykir afar umdeildur en boltinn fór af líkama Tino Livramento og þaðan í hönd hans, eitthvað sem væri til að mynda ekki talið hendi í ensku úrvalsdeildinni.
Shearer er goðsögn hjá Newcastle og var brjálaður eftir leik. „Gerðu mér greiða maður. Þvílíkt andskotans bull,“ sagði hann.
Netverjar voru ekki lengi að taka við sér í kjölfarið og þá sérstaklega stuðningsmenn Arsenal. Var Shearer sakaður um hræsni vegna ummæla hans fyrr á leiktíðinni eftir sigur Newcastle á Arsenal.
Þar var umdeildu sigurmarki Anthony Gordon leyft að standa.
„Vel gert dómari. Þú ert maðurinn,“ skrifaði Shearer þá.
Meira
Sjáðu atvikið í gær sem margir eru brjálaðir yfir – „Þvílíkt andskotans bull“