Sektarsjóðurinn hjá Motherwell í skosku úrvalsdeildinni hefur lekið út en þar er eitt og annað áhugavert. Það virðist meðal annars hafa verið vandamál hversu margir leikmenn liðsins pissuðu í sturtuna.
Þannig þarf í dag að borga 4400 krónur í sjóðinn ef leikmaður verður uppvís af því að létta af sér í sturtuklefanum.
Að mæta of seint í rútu fyrir leik er einnig ansi dýrt og kostar það leikmanninn um 18 þúsund krónur að koma of seint.
Það að mæta ekki í partý fyrir jólin er svo það dýrasta sem komið getur fyrir leikmann Motherwell.
Það kostar leikmanninn 44 þúsund krónur ef hann mætir ekki í gleðina og ef leikmaður dirfist að fara snemma heim er það 26 þúsund krónur í sektarsjóðinn.
Sektirnar á svo að gera upp mánaðarlega og ef ekki er borgað á tíma þarf að rífa fram væna summu.
Hé er listinn með sektum hjá skoska félaginu.