Eiginkonur og kærustur stærstu knattspyrnustjarna heims eru reglulega í umræðunni. The Sun birti lista yfir tíu ríkustu maka knattspyrnumanna.
Þar er margt áhugavert en það þarf ekki að koma mikið á óvart að Victoria Beckham er metin á mest, 55 milljónir punda.
Þar á eftir er Pilar Rubio, eiginkona Sergio Ramos, með 47 milljónir punda og í þriðja sæti er Anna Lewandowska, eiginkona Robert Lewandowski.
Ansi fræg nöfn eru á listanum og má þarf nefna Antonellu Roccuzzo, eiginkonu Lionel Messi og Georginu Rodriguez, unnustu Cristiano Ronaldo.
Hér að neðan er listinn í heild.