Mikel Arteta tók þátt í æfingu Arsenal í dag og var greinilega í góðu staði, þessi knattspyrnustjóri átti góðan feril sem leikmaður.
Ljóst er að enn eru töfrar í skónum hjá Arteta en það sást á æfingunni.
Hann var með í reitarbolta og fyrirliði liðsins vill sennilega gleyma því sem fyrst enda lét Marin Odegaard klobba sig.
Stjórinn litríki fagnaði eins og óður maður eftir að hafa rennt boltanum í gegnum klofið á fyrirliða sínum.
Sjón er sögu ríkari en þetta má sjá hér að neðan.
Mikel Arteta nutmegs Martin Odegaard in training 😭 pic.twitter.com/d6YIn47kaF
— GOAL (@goal) November 28, 2023