Það er enn óvíst hvað Carlo Ancelotti gerir eftir tímabilið þegar samningur hans við Real Madrid rennur út.
Það virtist klárt að hann tæki við brasilíska landsliðinu næsta sumar en það er ekki víst.
„Mér líður mjög vel í Madríd. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni,“ segir Ancelotti um sína stöðu og vill lítið gefa upp.
„Mér liggur ekki neitt á. Ég er mjög ánægður hér.“
Ancelotti hefur verið stjóri Real Madrid síðan 2021 og varð Evrópumeistari með liðinu vorið 2022.
Fernando Diniz er núverandi landsliðsþjálfari Brasilíu til bráðabirgða og er samningur hans til næsta sumars.