Samkvæmt fréttum á Englandi í dag er Manchester United byrjað að vinna í því að sækja sér miðvörð fyrir næstu leiktíð.
Sky í Þýskalandi sagði fyrst frá því að Untied væri að vinna í því að fá Antonio Silva varnarmann Benfica.
Þessi tvítugi varnarmaður er falur fyrir 86,7 milljónir punda en slík klásúla er í samningi hans.
Silva er nýlega orðinn tvítugur en hefur heillað marga með frammistöðu sini í Portúgal. Hann hefur spilað 61 leik fyrir liðið og sjö landsleiki fyrir A-landslið Portúgals.
United leitar að miðverði en búist er við að Raphael Varane yfirgefi félagið en hann er í minna hlutverki en áður.