Hlaðvarpsstjarnan Joe Rogan telur að skortur á tækifærum til sjónvarpsauglýsinga sé ástæða þess að knattspyrna er ekki vinsælli í Bandaríkjunum en raun ber vitni.
Knattspyrnan verður sífellt vinsælli í Bandaríkjunum en íþróttir eins og körfubolti, amerískur fótbolti og hafnabolti eru vinsælli.
„Ein af ástæðunum fyrir því að knattspyrna hentar ekki sjónvarpi í Bandaríkjunum er að það eru ekki auglýsingar,“ segir Rogan.
„Þetta er ekki eins og í hinu, þú stoppar og kemur aftur eftir auglýsingar. Þannig fjármagnar þú sjónvarpsdagskrá.
Í öðrum íþróttum eru leikhlé, það gerast hlutir sem verða til þess að það koma stuttar pásur en knattspyrna heldur bara áfram endalaust,“ segir Rogan.