Lið Arsenal undirbýr sig nú af krafti fyrir leikinn gegn Lens í Meistaradeildinni annað kvöld. Mikel Arteta, stjóri liðsins, fór á kostum á æfingu í dag.
Arsenal getur gulltryggt sætið í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með stigi gegn Lens á morgun en það var létt yfir mönnum á æfingu dagsins.
Arteta klobbaði þá fyrirliðann Martin Ödegaard í reit, en sá síðarnefndi er nýsnúinn aftur eftir meiðsli.
Spænski stjórinn fagnaði eins og óður maður eftir klobbann og virtist reyna hálf slappa tilraun til að herma eftir frægu fagni Cristiano Ronaldo.
Sjón er sögu ríkari, myndband af þessu er hér að neðan.
Mikel Arteta nutmegs Martin Odegaard in training 😭 pic.twitter.com/d6YIn47kaF
— GOAL (@goal) November 28, 2023