Bayern Munchen framlengdi samninga markvarða félagsins, Manuel Neuer og Sven Ulreich, í dag.
Samningarnir áttu að renna út eftir leiktíðina en hafa þeir báðir verið framlengdir út næstu leiktíð.
Hinn 37 ára gamli Neuer hefur verið á mála hjá Bayern síðan 2011 og er hann aðalmarkvörður liðsins.
Hinn 35 ára gamli Ulreich er honum til halds og trausts.
🚨🔴 Manuel Neuer and Sven Ulreich have extended their contracts at FC Bayern until June 2025.
Both deals have been sealed today. pic.twitter.com/o0mixI6L1a
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 28, 2023