Samkvæmt ESPN er Mikel Arteta stjóri Arsenal klár í að selja Thomas Partey í janúar ef hann fær að nota peningana í að styrkja liðið.
Partey var ansi stór hlekkur í liði Arsenal á síðustu leiktíð en hefur á þessu tímabili spilað minna.
Juventus hefur haft áhuga á Partey og segir ESPN að Arsenal sé tilbúið að láta hann fara í janúar.
Segir í frétt ESPN að draumur Arteta sé að fá Douglas Luiz miðjumann Aston Villa til félagsins. Arteta hefur áður sýnt honum áhuga.
Arteta og félagar eru á toppi deildarinnar en Aston Villa situr í fjórða sæti deildarinnar, ljóst er að það gæti reynst erfitt að fá hann í janúar.
Einnig segir í frétt ESPN að Arteta sé spenntur fyrir Pedro Neto kantmanni Wolves sem ógnar sífellt með hraða sínum og krafti.