Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Meistaradeild Evrópu.
Í E-riðli mættust Lazio og Celtic á Ítalíu og fór fyrrnefnda liðið með sigur af hólmi. Ciro Immobile skoraði tvö mörk með stuttu millibili, á 82. og 85. mínútu. Lokatölur 2-0.
Úrslitin þýða að Lazio er á toppi deildarinnar með 10 stig, 2 stigum á undan Atletico Madrid og 4 á undan Feyenoord. Celtic er á botninum með 1 stig.
Í E-riðli tók Shaktar Donetks á móti Royal Antwerp og vann 1-0 sigur. Mykola Matviyenko skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu.
Shakhtar er því með 9 stig í riðlinum eins og Barcelona og Porto en síðarnefndu liðin eiga eftir að spila tvo leiki í riðlinum en Shakhtar aðeins einn.
Royal Antwerp er á botninum án stiga.