UEFA hefur ákveðið að færa leik Breiðabliks við Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll vegna veðuraðstæðna. Þetta var tilkynnt rétt í þessu.
Liðin mætast á fimmtudag í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Þá hefur leikurinn verið færður til klukkan 13 en hann átti upphaflega að hefjast klukkan 20 á Laugardalsvelli. Það er spáð frosti í Reykjavík á fimmtudagskvöld.
Breiðablik hefur tapað öllum leikjum riðilsins til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram í næstu umferð.
UEFA hefur ákveðið að færa leik Breiðabliks við Maccabi Tel Aviv í @europacnfleague af Laugardalsvelli yfir á Kópavogsvöll vegna veðuraðstæðna.
Leikurinn verður kl 13:00 fimmtudaginn 30. nóvember.
Miðaeigendur fá tölvupóst með öllum upplýsingum. https://t.co/5lj7Om8bAs
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) November 28, 2023