Fabio Vieira, leikmaður Arsenal, verður frá í töluverðan tíma eftir að hafa gengist undir aðgerð á nára.
Hinn 23 ára gamli Vieira hefur spilað 13 leiki með Arsenal í öllum keppnum það sem af er leiktíð en hann verður ekki með á næstunni.
„Vieira fór í aðgerð á nára og verður frá í einhverjar vikur,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
„Við búumst ekki við honum aftur fyrr en eftir vetrarfrí,“ bætti hann við en vetrarfríið er um miðjan janúarmánuð.