Samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football eru góðar líkur á því að Haugesund sé að kaupa Hlyn Frey Karlsson varnarmann Vals.
Hlynur Freyr kom til Vals fyrir síðan og reyndist liðinu frábærlega á sínu fyrsta og líklega síðasta tímabil með Val.
Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun Haugesund í nóvember en er þó ekki byrjaður að stýra liðinu.
Síðasta umferð norsku úrvalsdeildarinnar fer fram um komandi helgi en Haugesund getur enn fallið úr deildinni.
Fari allt á versta veg gæti Hlynur horft annað en líkur eru á að Óskar Hrafn sæki sinn fyrsta Íslending til félagsins.
Haugesund seldi Kjartan Kára Halldórsson til FH á dögunum og því er enginn Íslendingur í hópnum. Hlynur ólst upp hjá Breiðablik en fór árið 2020 til Bologna áður en hann snéri heim.