Það var vítaveisla í síðari hálfleik þegar Wolves heimsótti Fulham í London í kvöld. Um var að ræða síðasta leik 13 umferðar í ensku úrvalsdeildinni.
Alex Iwobi kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha jafnaði fyrir gestina.
Heimamenn komust aftur yfir í síðari hálfleik en þá skoraði Willian úr vítaspyrnu sem var dæmd og staðfest í gegnum VAR tæknina.
Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu en úr henni skoraði hinn öflugi, Hwang Hee-chan og töldu gestirnir sig vera að næla í stig.
Það var hins vegar dæmd þriðja vítaspyrna leiksins með VAR tækninni og Willian fór á punktinn. Hann var öruggur þar og tryggði Fulham 3-2 sigur.
Fulham fer upp i fimmtán stig með sigrinum sem er sami fjöldi stiga og Wolves er með.