Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hrósar Bruno Fernandes í hástert eftir gærdaginn.
United vann þá 0-3 sigur á Everton en í leiknum rétti Fernandes Marcus Rashford boltann þegar liðið fékk víti.
Rashford hefur átt erfitt uppdráttar en hann skoraði.
„Þið sáuð hvað Bruno er frábær fyrirliði. Hann vissi að liðsfélagi hans þyrfti mark og hann hafði fulla trú á Rashford,“ segir Ten Hag.
Margir hafa gagnrýnt það að Fernandes sé fyrirliði United og þar á meðal goðsögn félagins, Roy Keane.
„Sem lið þarftu svona. Við munum alltaf þurfa svona leiðtoga,“ segir Ten Hag sem virðist lítið gefa fyrir það.