Manchester City er yfirburða besta lið enska fótboltans árið 2023, liðið situr ekki á toppnum núna en frá 1 janúar hefur liðið sótt 82 stig í deildinni.
Það er ellefu stigum meira en Arsenal sem er nú á toppnum og barðist lengi vel við City á síðustu leiktíð.
Athygli vekur að Aston Villa hefur sótt 71 stig á þessu ári og er með jafnmörg stig og Arsenal.
Liverpool og Manchester United hafa bæði sótt 67 stig í 35 leikjum á þessu ári en umræðan um liðin hefur þó verið misjöfn.
Chelsea er í miklu veseni og er liðið meðal annars með færri stig en Nottingham Forest á árinu 2023.
Svona er staðan á Englandi á árinu 2023.