David De Gea er enn samningslaus og er búinn að vera það í nokkra mánuði. Hann gæti þó verið að fá nýja vinnuveitendur samkvæmt fréttum.
Markvörðurinn yfirgaf Manchester United eftir ellefu ár á Old Trafford í sumar en samningur hans var ekki endurnýjaður.
Síðan hefur ekki tekist hjá De Gea að finna sér lið en hann hefur til að mynda verið orðaður við Real Betis og Inter Miami.
Enska götublaðið The Sun segir hins vegar að Al Ettifaq, sem er með Jordan Henderson innanborðs og með Steven Gerrard sem stjóra, hafi mikinn áhuga á De Gea og að félagið leiði meira að segja kapphlaupið um hann.
Það verður áhugavert að sjá hvað gerist en De Gea vill án efa finna sér nýtt félag sem fyrst.