Ofurtölvan geðuga hefur stokkað spilin sín eftir helgina, tölvan geðuga hefur litla trú á Manchester United og telur að liðið endi í áttunda sæti.
United hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum en ekki virkað mjög sannfærandi.
Arsenal er á toppi deildarinnar en Ofurtölvan telur að liðið haldi ekki út og Englandsmeistarar Manchester City endi efstir.
Ofurtölvan telur að Newcastle og Aston Villa nái inn í Meistaradeildina en fimmta sætið gefur sæti í deild þeirra bestu á þessu tímabili
Tottenham hefur verið að missa flugið og telur Ofurtölvan að liðið nái ekki vopnum sínum.