Hinn 18 ára gamli Kobbie Mainoo heillaði marga í sigri Manchester United á Everton í gær.
Þessi afar efnilegi leikmaður var hlaðinn lofi eftir leik og meðal annars af Gary Neville.
Það líkar þó ekki öllum stuðningsmönnum United hvernig Neville orðaði hlutina eftir leik.
„Stærsta hrós sem ég get gefið honum, og ég vona að fólk taki þessu á réttan hátt, er að hann leit út eins og leikmaður Manchester City,“ sagði hann.
„Ég hugsaði þegar ég horfði á hann að Pep Guardiola myndi vilja þetta í sínum miðjumanni.“
Stuðningsmenn United geta huggað sig við það að Mainoo er samningsbundinn Unied til 2027.