Nokkuð mikið hefur verið rætt og ritað um frammistöðu Manchester United á þessu tímabili og Erik ten Hag sagður valtur í sessi.
Undanfarnar vikur hefur United hins vegar sótt úrslit og hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Eftir þrettán leiki er United með fleiri stig en á sama tíma á fyrstu leiktíð Ten Hag.
United byrjaði illa á fyrsta tímabili Ten Hag og það sama var í gangi á þessu tímabili, liðið vann 0-3 sigur á Everton í gær.
Liðið heimsækir svo Newcastle í ensku deildinni á laugardag í einum af erfiðari leikjum tímabilsins.
After 13 #PL games, #mufc have more points so far this season (24) than last season (23) 📈 pic.twitter.com/y1CivtasxM
— UtdDistrict (@UtdDistrict) November 27, 2023