fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Hjálmtýr skorar á Blika að mæta ekki til leiks gegn Ísraelunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. nóvember 2023 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Palestína-Ísland, hvetur Breiðablik til að mæta ekki til leiks gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv á fimmtudag.

Þetta skrifar Hjálmtýr í pistli sem birtist á Vísi. Breiðablik er með Maccabi í riðli í Sambandsdeildinni og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli á fimmtudag.

„Heimurinn hefur að undanförnu horft með hryllingi á árásir Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar. Engu er eirt, yfir ellefuþúsund Gazabúar drepnir í stórfelldum loftárásum og árásum skriðdrekasveita og stórskotaliðs sem skjóta á allt kvikt á einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar.

Þessi grimmilega hrina morða er réttlætt með því að það verði að „drepa alla Hamasliða“ eins og forsætisráðherra Ísraels sagði í upphafi innrásarinnar. En aðeins lítill hluti þeirra föllnu eru liðsmenn Hamas,“ skrifar Hjálmtýr meðal annars í pistli sínum.

Hjálmtýr segir eitt sterkasta vopn almennings vera að sniðganga íþróttaviðburði eins og leik Blika og Maccabi.

„Með því að þrýsta á stjórnvöld getur almenningur mögulega náð fram stefnubreytingu. En sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun.

Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins. Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi,“ skrifar Hjálmtýr.

Pistilinn í heild má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun

Ísland hefur leik í Portúgal á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn
433Sport
Í gær

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu

Fleiri félög á eftir Rashford – Þyrftu að taka hressilega til í bókhaldinu