Ronnie Foden. sonur Phil Foden hjá Manchester City er byrjaður að hala inn peningum þrátt fyrir að vera aðeins fjögurra ára gamall.
Ronnie er með tæpar 4 milljónir fylgjenda á Instagram og nýtur því mikilla vinsælda.
Stór fyrirtæki á Englandi vilja tengjast Ronnie og segja ensk blöð að hann sé nú mættur með samning við umboðsskrifstofu.
Ronnie er byrjaður að starfa sem módel og situr reglulega fyrir í myndatökum fyrir fatamerki.
Phil Foden hefur lengi verið á milli tannana á fólki en hann hefur átt fast sæti í hópi City og enska landsliðsins síðustu ár.