Áhrifavaldurinn og fyrirsætan Kinsey Wolanski gerði allt vitlaust þegar hún hljóp inn á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á milli Liverpool og Tottenham árið 2019. Nú hefur hún vakið athygli á ný fyrir myndbirtingu.
Íþróttaáhugamenn kannast margir hverjir vel við Wolanski en hún virðist staðfesta með mynd sem hún birti á dögunum að Tottenham sé fótboltaliðið sem hún styður.
Á úrslitaleiknum árið 2019 hljóp Wolanski inn á klædd sundbol sem auglýsti vefsíðu þáverandi kærasta hennar. Þetta er ekki eina skiptið sem Wolanski hefur hlaupið óboðin inn á íþróttakappleik.
Wolanski var handsömuð og flutt í fangageymslu þar sem hún eyddi nokkrum klukkustundum. Eftir að henni var sleppt lausri tók hún eftir því að fylgjendafjöldi hennar á Instagram hafði farið úr 300 þúsundum í yfir tvær milljónir.
Þá hefur Wolanski einnig stofnað eigin fatalínu sem ber nafnið Kinsey Fit. Það gerði hún árið 2021.
Talið er að atvikið hafi skilað um 3,5 milljónum punda í vasa Wolanski ef allt er tekið inn í myndina. Það gera um 570 milljónir íslenskra króna.
Wolanski er mikill Íslandsvinur og hefur hún komið reglulega hingað til lands. Hún hefur margoft lýst yfir ást sinni á landinu.