Hinn 33 ára gamli Kristinn kom einmitt til KR frá Breiðabliki í janúar 2018. Í sjónvarpsþættinum 433.is var þjálfari Blika, Halldór Árnason, spurður að því hvort það kæmi til greina að fá Kristinn aftur í Kópavoginn.
„Kiddi er frábær leikmaður, hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í langan tíma. Hann er uppalinn Bliki sem er væntanlega að horfa á síðustu árin á ferlinum. Það væri auðvitað mikil rómantík í að fá hann heim,“ sagði Halldór.
„En það er bara í skoðun eins og annað. Það kemur vonandi í ljós á næstu vikum,“ bætti hann við um málið.
Kristinn hefur einnig verið orðaður við Fram en þar er hans fyrrum þjálfari hjá KR, Rúnar Kristinsson, við stjórnvölinn.