Íþróttavikan kemur út alla föstudaga en þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn. Gestur þessa vikuna var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.
Heimir Hallgrímsson náði þeim magnaða árangri á dögunum að koma Jamaíka á Copa America.
„Þetta er geggjað og ég sagði um daginn að ef hann myndi vinna þetta einvígi yrði það stærsta afrek á ferli hans. Þetta er kannski ekki stærra en að koma Íslandi á HM en Copa America er risastórt mót,“ segir Mikael.
„Þessi sigur er að koma honum á þann stað að ég held við gætum í fyrsta sinn séð íslenskan þjálfara í ensku úrvalsdeildinni sem dæmi.“
Hrafnkell tók til máls.
„Hann hefur reynt að sannfæra leikmenn með tvöfalt ríkisfang til að spila fyrir Jamaíka og þetta hjálpar honum í því.“
Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild er hér að neðan.