Tveir táningar voru handteknir í gær er Birmingham spilaði við Sheffield Wednesday í ensku Championship-deildinni.
Þetta hefur lögreglan í Birmingham staðfest en um var að ræða 17 ára gamla stráka sem virtust ósáttir með dómgæslu Rebecca Walsh sem dæmdi þessa viðureign.
Þessir drengir létu ófögur orð falla um Rebecca sem er kvenkyns en þessi köll voru heyranleg fyrir öryggisverði á St. Andrew’s Stadium.
Öryggisverðirnir voru ekki lengi að hringja í lögreglu sem handtóku drengina samstundis og misstu því af sínu liði vinna 2-1 heimasigur.
,,Við handtókum tvo stráka fyrir kvenfyrirlitlingu, þeir öskruðu ónefnd orð í átt að kvenkyns dómara. Þetta var óásættanlegt,“ sagði í skýrslu lögreglunnar.
Rebecca hefur lengi verið virtur dómari í knattspyrnuheiminum en hún er 39 ára gömul og hefur verið FIFA dómari frá árinu 2015.