Donny van de Beek hefur hótað því að yfirgefa félagið í janúarglugganum ef hann fær ekki að byrja fleiri leiki.
Van de Beek spilar nánast ekkert með Manchester United þessa dagana og kom síðast inná sem varamaður gegn Crystal Palace í september.
Hollendingurinn spilaði undir Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma en hefur engan veginn fundið sig á Englandi.
Van de Beek hefur byrjað sex deildarleiki síðan hann kom á Old Trafford og var um tíma lánaður til Everton.
,,Ég er spenntur fyrir því að spila leiki en þjálfarinn horfir í aðra möguleika. Við erum með stóran hóp og ég er ekki sá eini sem bankar á dyrnar,“ sagði Van de Beek.
,,Við skulum sjá hvað gerist í janúar. Ég þarf að fá að spila leiki mjög bráðlega – ef ekki hjá Manchester United þá verður það hjá öðru félagi.“