Alejandro Garnacho er búinn að koma Manchester United yfir gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Garnacho skoraði eftir aðeins tvær mínútur í dag og er staðan 1-0 á Goodison Park.
Mark Garnacho var eitt það fallegasta á þessu ári en hann skoraði með hjólhestaspyrnu af löngu færi.
Orð eru óþörf en miklar líkur eru á að þetta mark verði kosið það besta árið 2023.
GoaL! | Everton 0-1 Manchester United | Alejandro Garnacho 🅰️ Diogo Dalotpic.twitter.com/q0IDNWPAfq
— FootColic ⚽️ (@FootColic) November 26, 2023