Al Hilal virðist vera besta lið Sádi arabísku deildarinnar þessa stundina en liðið er taplaust eftir fyrstu 14 umferðirnar.
Stórstjörnur eru á mála hjá félaginu og má nefna Neymar sem er þó frá keppni þessa stundina vegna meiðsla.
Al Hilal vann stórsigur í deildarkeppninni í gær en menn á borð við Malcolm, Aleksandar Mitrovic og Sergej Milinkovic Savic spila með liðinu.
Al Hazem var andstæðingur Al Hilal í þessum leik og átti aldrei möguleika í leik sem endaði 0-9 á útivelli.
Al Hazem er með fimm útlendinga í sínum röðum en er langversta lið deildarinnar og er á botninum með einn sigur úr fyrstu 14 umferðunum.