Everton 0 – 3 Man Utd
0-1 Alejandro Garnacho(‘3)
0-2 Marcus Rashford(’56, víti)
0-3 Anthony Martial(’75)
Manchester United vann gríðarlega sterkan útisigur í kvöld er liðið heimsótti Everton í lokaleik helgarinnar.
Ballið byrjaði á aðeins þriðju mínútu er Alejandro Garnacho kom gestunum yfir með stórbrotnu marki.
Diogo Dalot átti fyrirgjöf á Garnacho sem svaraði henni með hjólhestaspyrnu í fjærhornið.
Gestirnir fengu svo vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik og úr þeirri spyrnu skoraði Marcus Rashford.
Anthony Martial bætti síðar við þriðja marki Man Utd og 3-0 útisigur á Goodison Park staðreynd.