Thiago Silva varð í gær elsti útileikmaður í sögu Chelsea til að spila leik fyrir félagið.
Silva hefur gert það gott á Englandi undanfarin ár en hann var áður hjá liðum á borð við AC Milan og Paris Saint-Germain.
Brasilíumaðurinn er 39 ára og 64 daga gamall og lék með Chelsea sem tapaði 4-1 gegn Newcastle í gær.
Maður að nafni Dick Spence átti metið áður en hann spilaði fyrir liðið 39 ára og 57 ára gamall árið 1947.
Mark Schwarzer er hins vegar elsti leikmaðurinn til að spila leik fyrir Chelsea, 41 árs gamall, en hann spilar í marki.