Andri Lucas Guðjohnsen var hetja Lyngby sem mætti Brondby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Um var að ræða gríðarlega fjörugan leik en Brondby komst í 3-2 á 89. mínútu og virtist ætla að tryggja sér stigin þrjú.
Andri hefur verið sjóðandi heitur undanfarið og sá um að jafna metin fyrir heimamenn á 93. mínútu.
Sævar Atli Magnússon lék einnig með Lyngby í leiknum og lagði upp fyrsta mark liðsins.
Lyngby má vera svekkt með jafnteflið en liðið var manni fleiri alveg frá 32. mínútu.