Það er algjört kjaftæði að Ilkay Gundogan sé að færa sig um set eftir að hafa gengið í raðir Barcelona í sumar.
Þetta segir Xavi, þjálfari liðsins, en Gundogan hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu undanfarna daga.
Fyrir það var Gundogan orðaður við lið í Tyrklandi en hann kom aðeins í sumar eftir langa dvöl hjá Manchester City.
Xavi segir að það sé ekkert til í þessum sögusögnum og að Gundogan sé að leitast eftir því að spila með Barcelona í nokkur ár til viðbótar.
,,Í alvöru? Eru þeir að tala um það? Vá. Gundogan er að leita sér að heimili í Barcelona,“ sagði Xavi.