Justin Kluivert, leikmaður Bournemouth, varð í gær aðeins annar leikmaðurinn til að skora mark í fimm bestu deildum Evrópu.
Kluivert gekk í raðir Bournemouth í sumar en hann hefur áður spilað með liðum eins og Roma og Ajax.
Þá hefur Kluivert leikið fyrir RB Leipzig, Nice og Valencia en hann var seldur til Bournemouth í sumar frá Roma.
Hollendingurinn skoraði í 3-1 sigri á Sheffield United í gær og var það hans fyrsta mark fyrir Bournemouth.
Aðeins einn annar leikmaður, Stefan Jovetic, hefur skorað í öllum fimm bestu deildum Evrópu.
5 – Justin Kluivert has become the second player to score in each of the big 5 European leagues (Premier League, LaLiga, Serie A, Ligue 1 and German Bundesliga) in the 21st century, after Stevan Jovetic. Completed. #SHUBOU pic.twitter.com/WbssCxiWgw
— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2023