Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vill losna við allt að 13 leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum.
Manchester Evening News greinir frá en Ten Hag vill byggja upp nýtt lið og er talinn óánægður með framlag margra leikmanna á þessu tímabili.
Leikmenn á borð við Casemiro, Victor Lindelof, Scott McTominay og Christian Eriksen gætu allir verið að kveðja liðið.
Man Utd hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð undir Ten Hag en gengið á þessu tímabili hefur verið undir pari.
Hollendingurinn er ekki ánægður með það sem hann hefur séð í vetur og ætlar sér að endurbyggja liðið fyrir næsta vetur.
Aðrir leikmenn eins og Jonny Evans, Brandon Williams, Sofyan Amrabat, Donny van de Beek og Jadon Sancho eru nefndir til sögunnar.