fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Ótrúleg atburðarrás eftir draum eiginkonunar: Hélt hann væri að grínast – ,,Svo var þetta skrifað á töfluna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. nóvember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Danny Butterfield upplifði ótrúlegt kvöld á sínum tíma er hann lék með liði Crystal Palace sem spilaði við Wolves í FA bikarnum.

Um var að ræða leik árið 2010 en Butterfield skoraði þá þrennu er Palace sló Wolves úr leik í 3-1 sigri.

Sagan á bakvið þessa þrennu er mjög skondin en Butterfield var bakvörður og fékk tækifæri í fremstu víglínu sem kom öllum á óvart.

Neil Warnock, stjóri Palace, ákvað að setja Butterfield í framlínuna en hann var sjálfur steinhissa er hann heyrði fréttirnar.

,,Við vorum að selja Victor Moses svo það var pláss í framlínunni og ég átti auðvitað aldrei að fylla það skarð,“ sagði Butterfield.

,,Allt í einu á æfingu fyrir leikinn þá ákvað Neil að nota mig frammi og sagði við mig að þetta væri kerfið fyrir morgundaginn.“

,,Það var orðrómur í búningsklefanum að ég væri frammi í næsta leik og svo var þetta skrifað á töfluna fyrir leik. Þetta var frítt tækifæri fyrir mig að gera eitthvað sem enginn bjóst við.“

Butterfield útskýrði svo nánar hver hugsun Warnock var og má segja að hún hafi verið ansi undarleg.

,,Við fengum okkur sæti og hann sagði einfaldlega: ‘Jæja, konan mín átti draum í nótt. Danny Butterfield, þú ert fremstur.’

,,Ég var ekki einu sinni fyrsti kostur í hægri bakverði, Nathan Clyne lék í þeirri stöðu. Ég spurði ítrekað hvort hann væri að grínast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“

De Bruyne tjáir sig – „Skrifa ekki undir tíu ára samning“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið

Baunar hressilega á Messi eftir að hann gerði þetta: Segir allt um hanns fagmennsku og menntun – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp

Amorim trylltist af reiði – Eyðilagði sjónvarp
433Sport
Í gær

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta

Parið setti sér þessa reglu í svefnherberginu – Ef þau brutu hana gerðu þau þetta
433Sport
Í gær

Ætla ekki að reka ástralann

Ætla ekki að reka ástralann
433Sport
Í gær

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City

Brasilíska ungstirnið skrifar undir hjá City