Jose Mourinho hvetur kollega sinn, Carlo Ancelotti, til að halda sig hjá Real Madrid frekar en að fara í sumar.
Ancelotti er sterklega orðaður við brottför en brasilíska landsliðið vill ráða hann sem landsliðsþjálfara.
Ancelotti hefur gefið í skyn að hann sé á förum en Florentino Perez, forseti Real, vill halda Ítalanum.
Mourinho hefur sjálfur þjálfað lið Real og segir að það væri klikkun að yfirgefa félagið á þessum tímapunkti.
,,Þú þarft að vera klikkaður til að yfirgefa Real Madrid þegar félagið vill halda þér,“ sagði Mourinho.
,,Carlo er fullkominn fyrir Real Madrid og Real Madrid er fullkomið fyrir Carlo.“