Íþróttavikan kemur út alla föstudaga en þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn. Gestur þessa vikuna var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.
Það komu ljótar myndir frá Brasilíu á dögunum þar sem lögregla þar í landi fór illa með stuðningsmenn Argentínu fyrir leik liðanna í undankeppni HM.
Óeirðir burtust út og reyndi markvörður Argentínu, Emi Martinez, til að mynda að hemja lögreglu en án árangurs.
„Lögreglan í Brasilíu virðist vera eitthvað tæp,“ sagði Mikael um málið.
„Þetta er bara glatað, það verður að segjast alveg eins og er.“
Umræðan í heild er í spilaranum.