Bæði Chelsea og Manchester United eru að eltast við leikmann sem ber mögulega eitt áhugaverðasta nafn í sögu knattspyrnunnar.
Um er að ræða hinn 16 ára gamla Estevao Willian sem er kallaður ‘Messinho’ en hann kemur frá Brasilíu.
Messinho þykir vera gríðarlega efnilegur en hann hefur áður verið orðaður við lið á borð við Arsenal, PSG, Bayern Munchen og Real Madrid.
Mundo Deportivo greinir frá því að Chelsea og Man Utd séu í bílstjórasætinu þegar kemur að leikmanninum en hann er á mála hjá Palmeiras í heimalandinu.
Messinho er ansi skemmtilegt nafn en þar er leikmanninum líkt við bæði Lionel Messi sem og Ronaldinho sem gerðu garðinn frægan með Barcelona.