Knattspyrnuaðdáendur hafa tjáð sig mikið á samskiptamiðlum eftir mynd sem birtist á Twitter aðgangnum ‘Footy Scran.’
Um er að ræða mynd af mat sem fæst á heimavelli Ferencvarosi í Ungverjalandi en það er lið sem Kjartan Henry Finnbogason spilaði með um tíma.
Ferencvarosi selur brauðsneið með rauðlauk á heimavelli sínum og þykir maturinn afskaplega ógirnilegur.
,,Þetta er ógeðslegt,“ segir einn og bætir annar við: ,,Að rukka pening fyrir þetta ógeð er glæpur.“
Mynd af þessu má sjá hér.