Sergio Aguero, goðsögn Manchester City, var aðdáandi Liverpool á sínum yngri árum og var mjög hrifinn af framherjanum Michael Owen.
Aguero greinir sjálfur frá þessu en hann spilaði í tíu ár á Englandi og öll þau ár voru í Manchester.
Fyrir það var Aguero leikmaður Atletico Madrid en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna.
Aguero hefur aldrei viðurkennt áður að hann sé í raun stuðningsmaður Liverpool en hann fylgdist mikið með liðinu á sínum tíma.
,,Ég var mjög hrifinn af Liverpool þegar ég var yngri vegna Michael Owen sem vakti einnig athygli sem táningur. Þegar ég var í Playstation þá reyndi ég að spila eins og Owen!“ sagði Aguero.
,,Þessi tíu ár hjá Manchester City, við spiluðum marga magnaða leiki við Liverpool og börðumst um deildarmeistaratitilinn. Ég hef skorað mikilvæg mörk en náði ekki að skora á Anfield.“