Aaron Wan-Bissaka varnarmaður Manchester United er að skoða það að skipta um landslið en hann hefur ekki spilað fyrir A-landslið Englands.
Þannig hefur Kongó sett sig í samband við Wan-Bissaka og vilja þeir fá hann til að spila fyrir þjóðina.
Bissaka er sagður skoða þetta en Kongó mun spila á Afríkumótinu í janúar og myndi þá bakvörðurinn missa af nokkrum leikjum.
Hjá enska landsliðinu eru þeir Kyle Walker, Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold, Reece James og Tino Livramento að keppa við Wan-Bissaka um stöðu hægri bakvarðar.
Bissaka hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Erik ten Hag á þessu ári eftir að hafa verið í kuldanum framan af síðustu leiktíð.