Rodrygo, leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, varð fyrir kynþáttaníði eftir tapi Brasilíu gegn Argentínu í vikunni.
Mikil læti brutust út á milli leik, meðal annars milli brasilískrar lögreglu og argentískra stuðningsmanna, en þá stóðu Rodrygo og Lionel Messi í stappi.
Eftir leik varð Rodrygo fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum.
„Rasistar eru alltaf virkir. Samfélagsmiðlar mínir voru undirlagðir af móðgandi ummælum og alls konar þvælu,“ sagði hann og hélt áfram.
„Ef við gerum ekki það sem þeir vilja að við gerum, högum ekki eins og þeim finnst við eiga að gera, klæðum okkur í eitthvað sem pirrar þá, beygjum okkur ekki þegar það er ráðist á okkur, tökum pláss sem þeim finnst vera þeirra þá láta þeir til skarar skríða með þessari glæpsamlegu hegðun.
En óheppnir þeir, því við hættum ekki.“